Skráning í viðburði

Skilmálar vegna þátttöku í viðburðum á vegum Vídalínakirkju

 1. Hér á eftir fara almennir skilmálar sem gilda um þátttöku í öllu starfi á vegum Vídalínskirkju, þ.á m. þátttöku barna og unglinga undir 18 ára aldri. Með skráningu í viðburð á vegum Vídalínskirkju samþykkir þátttakandi og/eða foreldri eða forráðamaður þátttakanda að hlíta ákvæðum skilmálanna.
 2. Skilmálar þessir ná til þátttöku á námskeiðum, þ.m.t. leikjanámskeiðum, og þátttöku í annarri skipulegri starfsemi, samverum eða viðburðum á vegum Vídalínskirkju. Í eftirfarandi ákvæðum er orðið viðburður notað um allt framangreint hvort heldur um er að ræða þátttöku á viðburði, leikjanámskeið eða aðra skipulagða starfsemi á vegum Vídalínskirkju.
 3. Til viðbótar almennum skilmálum þessum gilda um starfsemi Vídalínskirkju ýmsar sérreglur einstakra starfsstöðva og viðburða sem þátttakendum, foreldrum eða forráðamönnum ber að kynna sér og fara eftir. Sérreglur og leiðbeiningar eru aðgengilegar og kynntar á heimasíðu Vídalínskirkju.
 4.  Þátttökugjald á viðburði Vídalínskirkju skal að jafnaði greiða við skráningu. Eftirfarandi eru samþykktar greiðsluleiðir:
  1. Greiðsla með debet eða kreditkortum eða millifærslu á bankareikning.  Ef um millifærslu er að ræða skal senda kvittun eða staðfestingu á greiðslu á netfangið gardasokn@gardasokn.is og setja skráningarnúmer í skýringu.
  2. Vídalínskirkja býður ekki upp á greiðsluskiptingu með greiðsluseðlum í netbanka.
 5. Komi til afbókunar skráningar getur greiðandi fengið allt að 85% gjaldsins endurgreitt, þó aldrei undir 4.000 kr. að því tilskildu að afbókun eigi sér stað a.m.k. 7 dögum fyrir viðburð.  Sé afbókað með minni en 7 daga fyrirvara er ekki endurgreitt. Fullt gjald er aldrei endurgreitt nema Vídalínskirkja felli viðburð niður. Ákvæði þetta skerðir þó ekki rétt til þess að falla frá netkaupum innan 14 daga í samræmi við og með takmörkunum ákvæða laga nr. 16/2016 um Neytendakaup, enda hafi viðburður ekki hafist.
 6. Skráning á viðburði Vídalínskirkju er persónubundin. Framsal og/eða endursala er óheimil. Nafnabreyting á skráningu getur þó átt sér stað, allt að 24 tímum fyrir brottför gegn greiðslu breytingargjalds samkvæmt gjaldskrá. Vídalínskirkja áskilur sér þó rétt til þess að hafna beiðni um nafnabreytingu ef biðlisti er á viðburð. Jafnframt er heimilt að breyta eða færa til skráningu milli viðburða gegn greiðslu breytingargjalds.
 7. Hafi þátttakandi ofnæmi, óþol eða veikindi/sjúkdóma skal upplýsa um slíkt í skráningarformi eða eftir atvikum tilkynna það Vídalínskirkju skriflega minnst 7 dögum fyrir viðburðinn. Þeim börnum sem eiga við einhvers konar veikindi að stríða skal fylgja læknisvottorð þar sem fram komi upplýsingar um veikindin og skýr fyrirmæli læknis um meðferð, lyfjagjöf o.s.frv.  Það sama á við ef þátttakandi þarf að fá eða taka lyf meðan á viðburði stendur.  Þá þarf lyfið að fylgja þátttakanda og afhendast starfsmanni Vídalínskirkju við brottför ásamt skriflegum leiðbeinum um notkun þeirra. Rétt er að benda á að ef Vídalínskirkja fær ekki nauðsynlegar upplýsingar með skýrum hætti um ofnæmi, óþol, veikindi, sjúkdóma eða lyfjanotkun barns, telst það til vanrækslu af hálfu foreldra/forráðamanna sem Vídalínskirkja ber að tilkynna til þar til bærra yfirvalda.
 8. Kjósi þátttakandi, foreldri eða forráðamaður þátttakanda að koma sér sjálfum eða barni sínu beint á viðburð eða beint úr viðburði án þess að nýta sér skipulagðar ferðir á vegum Vídalínskirkju, s.s. rútuferðir, skal hafa samráð um fyrirkomulag slíks við skrifstofu og/eða forstöðumanneskju viðkomandi viðburðar. Fylgja skal leiðbeiningum og viðmiðum sem settar eru s.s. um tímasetningar.
 9. Kjósi þátttakandi, foreldri eða forráðamaður þátttakanda að yfirgefa viðburð, hætta þátttöku, eða sækja barn sitt úr viðburði áður en honum líkur, skal slíkt gert í fullu samráði við forstöðumanneskju viðburðar. Tryggja þarf að slíkt valdi ekki öðrum þátttakendum óþarfa truflun. Afsláttur og/eða endurgreiðsla er ekki veitt þótt viðburður sé ekki að fullu nýttur.
 10. Óskilamunum er safnað saman í Vídalínskirkju.  Vídalínskirkja áskilur sér rétt til að ráðstafa óskilamunum, fötum og öðrum munum sem skildir eru eftir í á viðburðum.
 11. Meðferð áfengis, tóbaks, rafretta og vímuefna er bönnuð á öllum viðburðum Vídalínskirkju. Brot gegn þessu ákvæði eru alvarleg og geta leitt til fyrirvaralausrar brottvísunar af starfssvæðum og viðburðum félagsins án rétts til endurgreiðslu.
 12. Á viðburðum á vegum Vídalínskirkju er með öllu óheimilt er að taka með eða bera á sér vopn, hnífa eða önnur tæki eða efni sem talist geta til vopna eða valdið geta tjóni á fólki eða munum. Brot gegn þessu ákvæði eru alvarleg og geta leitt til fyrirvaralausrar brottvísunar af starfssvæðum og viðburðum Vídalínskirkju án rétts til endurgreiðslu.
 13. Verði þátttakandi valdur að tjóni hvort heldur er gagnvart Vídalínskirkju, starfsmönnum eða öðrum þátttakendum kann hann að vera skaðabótaskyldur.
 14. Vídalínskirkja áskilur sér rétt til að nota myndir sem teknar eru á viðburðum þess, þ. á m. af þátttakendum á viðburðum Vídalínskirkju, til birtinga á heimasíðu og í öðru kynningarstarfi Vídalínskirkju.
 15. Vídalínskirkja áskilur sér rétt til að vísa þátttakanda úr viðburði, ef hann sýnir af sér hegðun sem skemmir fyrir öðrum, setur dagskrá úr skorðum eða ógnar öðrum þátttakendum eða starfsfólki. Er slík ákvörðun tekin af forstöðumanneskju viðburðar.  Komi til þess að þátttakanda sé vísað úr viðburði á grundvelli þessa ákvæðis er þátttökugjald ekki endurgreitt.
 16. Vídalínskirkja áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara, enda séu nýir skilmálar kynntir og aðgengilegir á vefsíðu Vídalínskirkju.
 17. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Skilmálar síðast uppfærðir 5. ágúst 2019